Nostos, blóm og myndir

Liðin helgi einkenndist af veðurblíðu. Við nutum þess út í æsar, gamla settið, uppi í Borgarfirði að vanda. Þangað leitum við sífellt. Kannski er það nostalgía, nostos á grísku, að snúa heim eða til baka. Eða þá þrá eftir endurhljómi tilfinninga sem hófust í æsku og bjó um sig í hjörtunum. Það er ekki einfalt að orða þetta.

Lesa áfram„Nostos, blóm og myndir“

Að mæla ágæti ríkisstjórnar?

Það er talað um stöðuleikasáttmála. Um hann falla mörg orð. Það er talað um Icesave -samning. Um hann falla enn fleiri orð. Á sama tíma hamast skrímslið. Það hamast með gráðugum kjaftinum og étur upp eigur fólks. Og afkomu. Hægt og bítandi. Hægt og bítandi. Étur og étur. Ríkisstjórnin lætur gott heita.

Lesa áfram„Að mæla ágæti ríkisstjórnar?“

Hraðalosti á þjóðvegunum

Það vita auðvitað allir sem aka bílum að einhverju ráði að þegar ekið er hægt og jafnt sparast bensín allverulega. En hvort fólk almennt leggur í að aka hægar en á lögboðnum hámarkshraða á aðalþjóðvegum landsins er allt önnur saga. Því það liggur ljóst fyrir að umferðin er skrímsli sem æðir froðufellandi áfram langt yfir hámarkshraða og eirir engu.

Lesa áfram„Hraðalosti á þjóðvegunum“

Kappróður í rigningu

Það er ekki nema sjálfsagt að sem flestir verði sjómenn á sjómannadaginn. Við ákváðum, ég og gamla mín, að fara til Reykjavíkur og taka þátt. Aðalhvatinn var samt kappróðurinn, en við erum svo heppin að ein færeysku valkyrjanna í færeyska liðinu sem sigrað hefur undanfarin ár, er tengdadóttir okkar. Og auðvitað reynum við að styðja okkar fólk.

Lesa áfram„Kappróður í rigningu“

Slagur vindhörpunnar

„Pabbi, hver er það sem leikur á vindhörpuna? spurði Litli-Kornelíus, sem var þá sex ára.
Það er auðvitað vindurinn, svaraði elsti bróðirinn.
Nei, það eru kerúbarnir, er það ekki, pabbi? spurði Síríus, og leit á föður sinn stórum tryllingslegum augum.
Hringjarinn hneigði höfuðið til samþykkis, annars hugar…!
Og Síríus gaf síðar ódauðlega lýsingu á því á fullorðinsaldri í ljóði sínu: Kerúbar fóru hjá.“

Lesa áfram„Slagur vindhörpunnar“