Að mæla ágæti ríkisstjórnar?

Það er talað um stöðuleikasáttmála. Um hann falla mörg orð. Það er talað um Icesave -samning. Um hann falla enn fleiri orð. Á sama tíma hamast skrímslið. Það hamast með gráðugum kjaftinum og étur upp eigur fólks. Og afkomu. Hægt og bítandi. Hægt og bítandi. Étur og étur. Ríkisstjórnin lætur gott heita.

Stundum dettur manni í hug að skrímslið sé á mála hjá ríkisstjórninni. Hún jafnvel greiði götu þess. Kjósi að skrímslið éti sem mest. Vitandi að þeir sem minnst mega sín koma engum vörnum við. Skrímslið nálgast fleiri og fleiri. Tyggur hægt en ákveðið. Þeim fjölgar stöðugt sem koma engum vörnum við.

Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki skrifar: „Að kerfið sem stjórnað er með komi þeim verst settu betur en önnur skipan. Að mæla ágæti samfélags út frá stöðu þeirra veikast settu.“

Það er lærdómsríkt að fylgjast með fólkinu sem fer með völdin þessar vikur, og kennir sig við jöfnuð og jafnaðarmennsku, ganga harðast að þeim veikast settu. Það er lítilmannlegt og minnir óþægilega á vinnubrögð hægri stjórnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.