Ó, heill og sæll, þú ljúfi sauðaþefur

Það var fremur óþægilegt að sjá í sjónvarpsfréttum í gær, Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, koma á fund samninganefndar verkalýðsfélaganna í húsakynnum sáttasemjara ríkisins, ganga á milli manna og faðma þá og kyssa.

Ósjálfrátt kom upp í hugann ljóðið Hvítar kindur eftir Jóhannes úr Kötlum. Það hefst á eftirfarandi línum:

„Lagðprúðar ær með hrokkinn sveip í hnakka
í halarófu þræða slóð til fjalla…
….
Þær heyra vorið kalla.“

En vágestur eltir hjörðina. Skáldið Jóhannes hefur beyg í brjósti og skynjar að hætta er aðsteðjandi. Lágfótan, refurinn, læðist að flokknum hljóðlátur og trýnið bifast. Hann er sigurviss og hugsar í hjarta sínu þegar hann nálgast kindurnar:

„Ó, heill og sæll, þú ljúfi sauðaþefur.
…“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.