Samdrykkja í þrjá daga

Þetta hefur verið veisluhelgi hér við skrifborðið mitt. Þetta er þriðji dagurinn, honum lýkur senn. Á föstudagsmorgun hóf ég ferð um það bil 2400 ár til baka í bókum og fræðum. Markmiðið var að rifja upp orð og samræður þessara yndislegu grísku spekinga sem ræddu um lífið og tilveruna, og komust að niðurstöðum sem eru forvitnilegar margar hverjar enn þann dag í dag. Til gamans læt ég hér fylgja fáein orð eins þátttakenda í hinni sígildu Samdrykkju Platons:

„Sjálfur hef ég einstaka gleði af að tala um heimspeki eða hlýða á aðra gera það, svo ekki sé minnst á nytsemdina sem ég tel í því fólgna. En þegar ég heyri önnur samtöl, sérstaklega samtöl ykkar, auðmanna og fjárplógsmanna, leiðist mér og ég vorkenni ykkur vinum mínum sem haldið að þið séuð að gera eitthvað merkilegt, sem þó ekkert er. Ugglaust teljið þið mig aftur vera lánleysingja, og ég býst við að það sé rétt hjá ykkur. En ég held ekki það sama um ykkur, ég veit það.“

(Samdrykkjan, Platon, 173 D. Þýð. Eyjólfur K. Emilsson. Lærdómsrit HIB 1999).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.