Það er rétt sem kerlingin sagði

Það var svo sem alltaf vitað að Samfylkingin hafði aldrei einlægan áhuga á neinu nema valdi. Og þeir eru svo sem ekki eini stjórnmálaflokkurinn sem fíknin sú hrjáir. Það sést bæði í ríkistjórn og borgarstjórn. Það er nefnilega rétt sem kerlingin sagði, það er sama „rassg…..“ undir þeim öllum. Þetta mun smám saman koma betur í ljós.

Það er þó ein manneskja í ráðherraliðinu sem von er bundin við að standi sig og berji sín mál í gegn. Það er Jóhanna Sigurðardóttir. Vonandi er hennar tími kominn og vonandi ná samráðherrar hennar ekki að kúga hana til undirgefni. En það er nokkuð augljóst að hún er í minnihluta og engin má við margnum.

Það verður fróðlegt að sjá framvindu vegamála. Það verður einnig fróðlegt að fylgjast með stöðuveitingum. Já, það snýst hratt trekkspjaldið í orðhvötustu þingmönnunum þegar þeim hefur verið fengið vald. Alveg er ótrúlegt hvað vald getur farið illa með menn, hrakið þá út úr skápunum og afhjúpað þá.

Það þótti oft ámælisvert hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks fór með valdið og potaði „sínum“ mönnum í góðar stöður og hagræddu í svokallaðri hollvina væðingu. Þá glumdu við ókvæðis- og hneykslunarhróp þeirra sem voru í stjórnarandstöðu. Nú eru nokkrir þeirra komnir í aðstöðuna sem framsóknarmenn höfðu. Verður nokkur munur?
Ekki blasir það við.

3 svör við “Það er rétt sem kerlingin sagði”

  1. Kæra Birna, gaman að sjá þig aftur eftir alllangt hlé.
    Ár bjartsýninnar, segir þú. Hverjir eru bjartsýnir?
    Þeir sem hafa allt af öllu eða hinir sem aldrei hafa
    náð endum saman? Ég þori að veðja að það nægir ekki að krossa fingur.

  2. Núna er ár bjartsýninnar. Ég hef trú á mörgu fólki hjá Samfylkingunni. Krossa fingur og vona að samfélagið lagist smám saman.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.