Helgi og Hannes – stjórnmál

Hannes sat á bekknum fyrir framan ávaxtabúðina. Einum af þeim fimm stöðum þar sem þeir hittust oftast. Hann lokaði dagblaði þegar Helga bar að. Braut það saman og lagði það ofan á önnur dagblöð sem lágu á hnjám hans. Helgi fylgdist með hreyfingum Hannesar og undraði sig á glettnum andlitssvip hans.

Helgi: Það rignir.
Hannes: Heldur betur.
Helgi: Þetta er árstíminn.
Hannes: Láttu okkur þekkja það.
Helgi: Og þú brosir?
Hannes: Já.
Helgi: Eru þetta blöðin í dag?
Hannes: Nei. Fyrradag.
Helgi: Er eitthvað í þeim?

Hannes fær einlæga hláturskviðu. Hóstar einu sinni eða tvisvar. Ræskir sig.

Hannes: Stjórnmálamenn.
Helgi: Það er nú varla nýtt.
Hannes: Nei.
Helgi: En hvað er fyndið?
Hannes: Þeir.
Helgi: Þeir hverjir?
Hannes: Stjórnmálamennirnir.
Helgi: Ekki þó allir?
Hannes: Það er rétt.
Helgi: Þú hlærð ekki oft.
Hannes: Nei.
Helgi: Og hvað fær þig til hlægja núna?
Hannes: Einn gaurinn.
Helgi: Hann hlýtur að vera sérstakur?
Hannes: Já. Hann er það.
Helgi: Hvað er svona fyndið við hann?
Hannes: Ég ræð ekkert mig. Fer alltaf að hlægja þegar ég les greinarnar hans.
Helgi: Um hvað fjalla þær?
Hannes: Gagnrýni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar.
Helgi: Er það ekki taktur andstöðunnar? Að níða hina?
Hannes: Þessi virðist treysta því að fólk hafi gleymt fjármálaafrekum hans sjálfs í borginni.
Helgi: Þú ert að tala um nafna minn?

Þeir fylgdust báðir með seinfærri umferðinni og glottu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.