Í öllu argaþrasi hversdagsins sem dynur yfir land og þjóð þessa dagana er það tvennt sem stingur í augun. Já, auðvitað ásamt ýmsu fleira. Þetta tvennt er annarsvegar mótmælendur með lambhúshettur. Þeir vilja ekki að þeir þekkist. Eru ekki heilir í því sem þeir eru að gera.
það má segja að þeir séu alls ekki á staðnum. Þátttaka þeirra því bitlaus. Hinsvegar eru það bloggarar sem skrifa ekki undir nafni. Slík launsátur ættu ekki að þekkjast.
Þarna átti nú að vera viðkomandi höfundi.
Sammála. Það er lágmarks kurteisi að skrifa undir nafni og á að henda öllum færslum út sem ekki eru merkt komandi höfundi. Kveðja.