Nú fara menn að hressast

Nú fara menn að hressast. Dalurinn kominn í 120. kr. Þá fær maður von um að geta bráðlega aftur keypt bækur á Amazon. Ég hætti þegar dalurinn fór í 90 krónur. Það verður ánægjulegt að vita af möguleikanum þótt lítið sé um skotsilfur. Svo er í öllu falli hægt að velta því fyrir sér, á netinu, hvaða bækur gaman væri að eignast.

Lesa áfram„Nú fara menn að hressast“

Orð, efni og unaður

Nú hvolfist flóðið yfir þjóðina. Stórir brimskaflar. Bækur. Orð. Hugsanir. Milljónir orða. Ofan í brimskafla krepputalsins. Það er mikil ágjöf um þessar mundir. Samt að verða komið nóg af krepputali. Meiri hluti þess froða. Tölum því um bækur. Næstu vikur að minnsta kosti.

Lesa áfram„Orð, efni og unaður“