Nú fara menn að hressast

Nú fara menn að hressast. Dalurinn kominn í 120. kr. Þá fær maður von um að geta bráðlega aftur keypt bækur á Amazon. Ég hætti þegar dalurinn fór í 90 krónur. Það verður ánægjulegt að vita af möguleikanum þótt lítið sé um skotsilfur. Svo er í öllu falli hægt að velta því fyrir sér, á netinu, hvaða bækur gaman væri að eignast.

Ef olíufyrirtækin hundskast við að lækka bensínið í samræmi við heimsverðiði, þá kannski sparast fyrir bók. Hver veit. Maður hangir í voninni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.