Hrafntinnur – gott fyrir hjartað

Þar sem ég var að hreinsa snjó af bílnum mínum skömmu fyrir hádegi, það var heilmikill snjór og tók drjúga stund, kom kona nokkur gangandi heim að blokkinni. Hún var hávaxin, grönn, klædd til göngu í rauðum stakk. Þegar hún kom að bílnum sem stóð við gangstéttina, snéri ég mér að henni og sagði: „Það er jólalegt.“ Hún leit til mín, tók Ipod frá eyranu svo að ég endurtók: „Það er jólalegt.“

Lesa áfram„Hrafntinnur – gott fyrir hjartað“