Þá var blaðamennska göfugt starf

Lengi vel trúði ég því að blaðamennska væri göfugt starf. Með fáum undantekningum. Í hópi blaðamanna voru menn sem ég bar ákaflega mikla virðingu fyrir. Og dáðist að sumum. Allt frá æskuárunum. Hinir voru færri sem vöktu andúð. Um þessar mundir sýnist mér blaðamennska bara vera starf. Meira og minna án göfugmennsku. Þessu hafa blaðamennirnir sjálfir breytt. Af hverju ætli það hafi gerst?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.