Einn af leyndardómunum

Í gærkvöldi tókum við fram geislaplötu sem hefur hvílt sig um alllangt skeið í skápunum. Því miður. En eins og gengur með afburða tónlist þá vitjar hún manns aftur og aftur og krefur um samneyti. Þið þekkið þetta. Við settum spilarann af stað og komum okkur fyrir við Horngluggann. Það er með betri stöðum í lífi okkar. Tvö ein heima.

Lesa áfram„Einn af leyndardómunum“

Án athugasemda

Ég var númer 23. Þrír á undan. Sat í bílnum og hlustaði Litlu fluguna á Rás 1. Þar voru leikin harmonikkulög og söngvari söng „Anna mín með ljósa lokka, líf og fjör og yndisþokka.“ Hugurinn hrökk til baka. Lagið var á toppnum eftir 1950.

Lesa áfram„Án athugasemda“

Gamlir fótboltataktar

Boltinn kom skoppandi niður gangstéttina. Ég skimaði eftir strákum sem ættu hann, sbr. „Eftir bolta kemur barn“, en kom ekki auga á neina. Þá hljóp í mig þessi gamli fiðringur. Ég hugðist bregða á leik og rifja upp fótboltatakta frá unglingsárunum. Taka hann utan fótar og spila með hann upp að næsta götuhorni. Ég setti mig í stellingar og mundaði hægri fótinn. Þá sá ég bandið.

Lesa áfram„Gamlir fótboltataktar“