Dagar mikillar alvöru

Framundan eru heilagir dagar. Mismunandi er hvað fólk veit um trúarlegt innihald þeirra. Það er miður. Ég minnist spurningaþáttar sem Pétur Pétursson þulur hafði í útvarpi fyrir margt löngu. Þátturinn var sendur út um páska. Pétur spurði fólk hvort það vissi um þýðingu bænadagana, skírdags, föstudagsins langa og síðan páskadags. Flestir götuðu.

Lesa áfram„Dagar mikillar alvöru“

Plurimarum palmarum homo

Við mættum í Árbæjarkirkju klukkan liðlega tíu í gærmorgun. Hún var þéttsetin. Fermingarguðsþjónusta fór í hönd. Um fjörutíu börn voru mætt til að staðfesta ákvörðun sína um að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Börnin voru falleg, vel klædd og vel greidd.

Lesa áfram„Plurimarum palmarum homo“

Í dag – og græna myndin

Í dag fer ég til baka í huganum. Fyrst um átta ár. Þá gengum við Ásta í æskuspor okkar sjálfra. Í ágústbyrjun. Gróðurinn á hátindi blómans. Það var mikið regn. Vatnið sat í haugum á gróðrinum. Slóð kom eftir fætur okkar. Í einni bóka Halldórs Laxness segir að grasið væri svo grænt að sýndist vera blátt. Þetta var þannig dagur.

Lesa áfram„Í dag – og græna myndin“