Aftur til bókarinnar

Bækur hafa verið mér góðar. Þær hafa reynst mér vel í flestum tilbrigðum hugarástands míns. Eins og þau geta verið margvísleg í óstýrilátri sál. Í bókum mætir maður fólki af öllum þjóðum veraldar. Af öllum tímum mannkynssögunnar. Háu fólki og lágu, breiðu fólki og mjóu. Í andlegri og líkamlegri merkingu. Og lífsreynslu þess.

Lesa áfram„Aftur til bókarinnar“

Kosið um fæsta mínusa

Þátturinn í sjónvarpinu í gærkvöldi var eins og leikhús fáránleikans. Eftir að hafa fylgst með formönnunum og reynt að greina það sem þeir sögðu ekki, en hefðu átt að segja, fær Jóhanna Sigurðardóttir fæsta mínusa. Steingrímur J. vakti með mér kvíða um að á bak við málflutning hans lúrði stefna sem almenningur verði hundóánægður með. Það mun koma í ljós.

Lesa áfram„Kosið um fæsta mínusa“