Eins og fram kom í síðasta pistli, verður maður alltaf dálítið heimspekilega sinnaður við jarðarfarir. Veltir fyrir sér hégóma tilverunnar. Ég vitnaði í Koheleth, orð hans um „Vanity of Vanities.“ Allt er hégómi. Hugur manns hverfur til hins látna, lífshlaups hans, stríðs, sigra og tapa.