Ekki kaus ég Samfylkinguna vegna Evrópumálsins. Það er á hreinu. Og ekki kaus ég Samfylkinguna vegna þess að þar sé flest vænna manneskja. Það er líka á hreinu. Ég kaus Samfylkinguna einfaldlega vegna Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur manna mest og best heitið því að gæta hagsmuna „litla mannsins“ í þjóðfélaginu og er manna líklegust til að standa við það.
Minning – Margrét Helgadóttir
Látin er í hárri elli fágæt kona. Margrét Helgadóttir frá Fellsenda í Þingvallasveit. Hún var fædd 8. febrúar 1915 og lést 14. apríl síðastliðinn. Vil ég minnast hennar með fáeinum fátæklegum orðum.