Kosið um fæsta mínusa

Þátturinn í sjónvarpinu í gærkvöldi var eins og leikhús fáránleikans. Eftir að hafa fylgst með formönnunum og reynt að greina það sem þeir sögðu ekki, en hefðu átt að segja, fær Jóhanna Sigurðardóttir fæsta mínusa. Steingrímur J. vakti með mér kvíða um að á bak við málflutning hans lúrði stefna sem almenningur verði hundóánægður með. Það mun koma í ljós.

Í tali annarra var svo mikið um mínusa að erfitt var að átta sig á hvert þeir stefna. Kannski vita þeir það ekki sjálfir. Eða þá að þeim er í mun að halda því leyndu. Það er neikvætt. Í tvíbentu tali þeirra kom vel í ljós hvað þeir hafa gott vit á því hvað hinir allir eru á rangri leið. Þeir hefðu átt að leggja meiri áherslu á að upplýsa um á hvaða leið þeir sjálfir eru. Þarna voru alltof margir mínusar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.