Leiðtogafundur í sjónvarpi

Með galopinn huga settist ég fyrir framan sjóvarpið eftir fréttir í gærkvöldi til að hlusta á formennina. Þau sátu þarna í röð, Þór, Sigmundur, Bjarni, Guðjón, Steingrímur, Jóhanna og Ástþór. Þáttarstjórnendur voru fréttakonan snjalla, Jóhanna og með henni Sigmar.

Ég hlustaði af alefli. Beindi hlustuninni sérlega að Bjarna Ben nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Hann olli vonbrigðum. Steingrímur stóð sig best. Langbest. Jóhanna á sinn hátt vel og Þór nokkuð vel. Annað var fremur flatt.

Hvað þau varðar, Steingrím og Jóhönnu, þá fékk ég á tilfinninguna að það væri of margt sem þau segðu ekki. Það er slæmt. Svo þegar ég var spurður hvort þau lygju eitthvað minna en aðrir svaraði ég að það gerðu þau sennilega ekki.

Tungumál stjórnmálamanna leitast ævinlega við að blekkja kjósendur til fylgis við sig. Maður verður að hlusta á þá með það í huga og reyna að greina á milli. Hvernig svo sem manni tekst það.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.