Hverslags aumingjar eru þetta?

Las það á netinu í morgun að Hreinn Loftsson ásamt einhverjum hulduvinum stefni að því að kaupa Árvakur. Óþægilegar kuldabólur flæddu niður eftir bakinu á mér. Spurði svo Ástu, höstugur, hverskonar aumingjar þetta væru sem stæðu að Árvakri að geta ekki haldið fyrirtækinu gangandi.

„Hvað ertu að æpa á mig maður? sagði blessuð konan sem alltaf er mild og geðprúð á morgnana. „Ég er að tala um Baugsmennina. Hrein Loftsson. Veistu hver Hreinn Loftsson er?“ „Já, hann þarna í Baugi.“ „Já,“ svaraði ég, „hann þarna í Baugi, það er málið, nú lítur út fyrir að hann sé að kaupa Moggann. Og þá ræður Baugur Mogganum líka. Hvernig líst þér á það?“ „Illa,“ sagði hún, „en hvað, er ekki allt á leið til ?“ Ég greip frammí fyrir henni: „Ljótu aumingjarnir.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.