Um hvað yrði kosið?

Það var kisulórusvipur á Steingrími Joð í fréttunum í gærkvöldi þegar hann var spurður um viðhorf sitt til þess að VG mældist stærsti stjórnmálaflokkurinn á landinu. Mig minnir að hann hafi svarað: „Það er auðvitað ánægjulegt. Við eigum inni fyrir þessu.“

Mín skoðun er aftur á móti sú að skoðanakönnunin sýni fyrst og fremst andúð fólks á ríkisstjórnarflokkunum og svari með því að nefna þann flokk sem mest hamast á ríkisstjórninni og sé þar með að láta í ljós hug sinn gagnvart henni.

Það væri samt skemmtilegt fyrir okkur hin óbreyttu, ef í ljós færi að koma hvað boðið yrði að kjósa um þegar og ef kosið verður. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fjöldinn sameinist um að kalla á kosningar þegar hann veit ekki um hvað og hverja á að kjósa.

Er einhversstaðar fólk, sem áunnið hefur sér traust í þjóðarsálinni fyrir störf sín, sem tilbúið er til að bjóða sig fram til forystu í stjórnmálum? Það væri fróðlegt að heyra af tillögum þar um.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.