Oft hef ég velt því fyrir mér hvernig kvarnirnar núast saman inni í hausnum á ráðherrum og ráðgjöfum þeirra. Heyrði frétt í kvöld sem sagði frá breytingum á lyfjasölufyrirkomulagi sem taka á gildi 1. október næstkomandi. Meginþema: Bannað að veita afslátt af hluta sjúklings í lyfjaverði.
Hvað í ósköpunum skyldi mönnunum ganga til? Af hverju ætli þeir leggi til að samkeppni á lyfjamarkaði verði bönnuð? Hvaða tenging ætli sé á milli þeirra og stóru lyfjakeðjanna? Er heilbrigðisráðherrann vísvitandi að segja ósatt þegar hann kemur fram í fjölmiðlum og segist vilja okkur aumingjunum vel? Ekki bendir þessi ákvörðun til þess að vilji okkur vel. Hvað skyldi koma næst?