Byssulausir á ísbjarnarslóð

Það er hluti af lífsnautninni, eftir helgardvöl í Borgarfirði, að koma heim í dagblöðin. Við hellum á kaffi, skiptum um föt og hvolfum okkur yfir blöðin. Þögul klukkustund fer í hönd.

Athygli mína vakti, á meðal margra annarra frásagna, þessi: „Fara aldrei oftar byssulausir á ísbjarnaslóðir.“ (24 stundir, laugardag, bls.10). Í greininni segir m.a.: „Eina nóttina fór félagi okkar einn í gönguferð og var í burtu til klukkan þrjú um nóttina. Á daginn vorum við dreifðir um fjalllendið að veiða við vötnin.“

Margir hafa skrifað um endalok hvítabjarnarins. Tekið sterkt til orða og fordæmt ákvörðunina um að fella dýrið. Oftar er það fólk sem kann skil á öllum hlutum, tjáir sig í hverju máli og hefur þægilega lausn á flestum vanda. Kοινοτυπία.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.