Er spekin ein?

Gunnar Hersveinn hugleiðir um spekina í Lesbók gærdagsins. Hann er vinsæll höfundur, langskólagenginn og virtur. Hann segir um spekina, m.a.: „Hún er í kvarsi því harka hennar er talan sjö og hún er rúnum rist.“

Harkan sjö? Hugmynd mín um spekina segir í fyrsta lagi mýkt. Undursamleg mýkt. Hún er mjúk og hrein og smýgur inn í allt og nær til alls. Í henni býr andi, mannelskandi andi. Hún leitar rýmis og fer þar inn sem rými er laust. Þar andar hún inn í umhverfið.

Hún streymir. Streymir eins og vatnið í hugmynd meistara Lao: „Án baráttu sest það þar að, sem auvirðilegast þykir. Eins og sírennandi lind og starfar blíðlega án strits.“ Þannig er hugmynd mín um spekina. Hún starfar blíðlega án strits, leitar rýmis og fer þar inn sem rými er laust.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.