Hefur þú sparkað í Hannes?

Það er með talsverðum ólíkindum að fylgjast með því hvað margir sparka í Hannes. Og nokkuð víst að þar er fólk sem aldrei hefur gert mistök. Það vekur spurningu.

Er virkilega til svona margt fólk sem ekki hefur gert mistök? Eða er þetta einhverskonar sálrænt fyrirbæri? Einhver dulin ástríða sem fær útrás við að sparka í annað fólk. Sparka. Sparka. Sparka. Bendi á eldri pistil.

Í Ritningunni er sagt frá fólki sem vildi grýta seka konu til bana. Voru grýtendur minntir á að skoða sín eigin glöp fyrst. Þeir gerðu það. Athyglisvert.

Eitt andsvar við „Hefur þú sparkað í Hannes?“

  1. Mikið er ég innilega sammála þessu.
    Kveðja til ykkar Ástu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.