Hver skilur fuglamál?

Það var með nokkru hiki að ég hóf að glugga í bókina um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hef tekið hana fram í nokkur skipti frá jólum, strokið hana, flett og skoðað myndir. En hef ekki haft mig upp í að lesa. Hef verið að velta því fyrir mér hvaða tregðulögmál það séu sem hindra.

Lesa áfram„Hver skilur fuglamál?“

Eyjólfur sundkappi

Seinni árin var hann kallaður Eyjólfur sundkappi. Áður kölluðum við hann Eyva á þrjátíu og sex. Þrjátíu og sex var vestasta húsið á Fálkagötunni að norðan verðu. Pabbi Eyva var kallaður Jón stálblýjantur okkar á milli. Það kom til af því að þegar honum mislíkaði við okkur strákana þá þóttist hann skrifa okkur upp. Eins og löggan gerði. Nema Jón notaði fimm tommu saum ef annað var ekki við höndina.

Lesa áfram„Eyjólfur sundkappi“

Bókadagar í hrímköldum móum

Ásta hringdi heim klukkustund áður en hún losnaði úr vinnunni á föstudaginn og sagði: „Ég vil fara í sveitina.“ Í fyrstu þagði ég nokkra stund. Hún hafði nefnilega sagt um áramót að við skyldum taka það rólega heima í janúar. „Langar þig ekki í sveitina?“ spurði hún svo þegar ég svaraði engu. „Jú auðvitað. Mig langar alltaf í sveitina. Ég elda þá kjötsúpu með hraði og við borðum áður en við förum.“

Lesa áfram„Bókadagar í hrímköldum móum“

Stolið frá biskupi Íslands

Mig minnir að það hafi verið daginn fyrir Þorláksmessu að í dyrasímann í anddyrinu kom bláókunnugur maður og spurði eftir mér. Eftir pínulítið hik og stam opnaði ég fyrir honum. Þegar hann svo birtist á sjöundu hæðinni stóð ég og beið eftir að hann segði á sér deili. Hann sagðist vera kominn til að færa mér bókargjöf.

Lesa áfram„Stolið frá biskupi Íslands“

Samdrykkja í þrjá daga

Þetta hefur verið veisluhelgi hér við skrifborðið mitt. Þetta er þriðji dagurinn, honum lýkur senn. Á föstudagsmorgun hóf ég ferð um það bil 2400 ár til baka í bókum og fræðum. Markmiðið var að rifja upp orð og samræður þessara yndislegu grísku spekinga sem ræddu um lífið og tilveruna, og komust að niðurstöðum sem eru forvitnilegar margar hverjar enn þann dag í dag. Til gamans læt ég hér fylgja fáein orð eins þátttakenda í hinni sígildu Samdrykkju Platons:

Lesa áfram„Samdrykkja í þrjá daga“

Ríkasta þjóð í heimi. Húrra, húrra, húrra.

Það var svosem fyrirséð að þegar kæmi að því að reyna að bæta hag hinna verst settu þjóðfélagsþegna þá myndu grátkórarnir taka að þjálfa að nýju og reyna að syngja kröfurnar í kaf. Eða kveða þær í kaf. Já, og skjóta þær í kaf ef mögulegt væri. Þetta er eitt af því sem við eldri verkamennirnir höfum hlustað á í meira en hálfa öld, eins og nefnt er í síðasta pistli.

Lesa áfram„Ríkasta þjóð í heimi. Húrra, húrra, húrra.“