Burt með fátækt á Íslandi

Það sem er leiðinlegast við kosningar til alþingis er að alþingismennirnir eru að berjast fyrir starfi sínu, launum og aðstöðu. Þannig er það í öllum tilfellum. Það skín í gegn. Baráttan helgast því af eigin hagsmunum þeirra, ekki af hagsmunum kjósenda. Eða á ég að segja almennra borgara. Þess vegna, m.a. eru svo margir Íslendingar fátækir.

Strax eftir kosningar, hverjir svo sem fá völdin, taka þeir að haga sér eins og þeir eigi fyrirtækið Ísland. Eigi þjóðina, fólkið, og ríkissjóð og geti farið með þau að vild. Í því samhengi þykist maður skilja af hverju áhugi stjórnmálamannanna er svona lítill á fátæka fólkinu sem ekki borgar mikla skatta, en mikill á þeim sem velta miklum fjármunum því að gjöldin af aflafé þeirra kemur stjórnarherrum til góða.

fanar_3.jpg

En það er smámennska að huga ekki að þeim fátæku. Það er smámennska að gera ekki vel við eldri borgara, öryrkja, fátæk börn og vegalaus börn. Það er smámennska að bera ekki umhyggju fyrir öllum þegnum landsins. Smámennska sem lýsir vönuðum mannskilningi. Seinfæru greindarstigi. Það er ekki nóg að kunna að fara með tölur. Það þarf líka að kunna að fara með fólk.

fanar_4.jpg

Burt með fátækt á Íslandi. Það á enginn Íslendingur að þurfa að þjást vegna bágrar afkomu. Það er nóg til af peningum. Það þarf bara að stýra þeim betur.

2 svör við “Burt með fátækt á Íslandi”

  1. Takk fyrir pistilinn, þetta er eins og talaðu útúr mínu hjarta. „Hagvöxtur“ en einskis verður ef hann bætir ekki hag þeirra sem á þurfa að halda.

  2. Já og ekki vantar loforðin einu skiptin sem stjórnmálamenn hafa eitthvað við almenning að tala að(snapa atkvæði), en gaman verður að sjá efndirnar sama hverjir verða við völd. En til hamingju með daginn okkar. Kær kveðja.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.