Efnilegur hlaupari

Það er nú þannig með fjölskylduna að þegar kemur að íþróttum og umræðum um þær, þá drögum við okkur oftast í hlé eða reynum að breyta umræðuefninu. Nú aftur á móti gerast þau undur með eitt barnabarn okkar „gamla settsins“, – eins og yngri kynslóðirnar kalla okkur þegar haldið er að við heyrum ekki til – að stúlkukornið, Kristín Lív Jónsdóttir, sem er hálf íslensk og hálf færeysk, hleypur flesta af sér sem hún keppir við.

Um helgina var Meistaramót ÍR, innanhúss, þar sem meðal annarra aldursflokkurinn 12 til 14 ára tók þátt. Þessi Kristín Lív, sem við höfum nú kallað „elsku barnið“ hingað til, vann tvö gull, eitt silfur og eitt brons.

Tölvupósturinn sem við fengum frá foreldrunum í morgun er eftirfarandi:

MÍ 12-14 ára 2007 inni
Meistaramót Íslands

Kristin Lív varð um helgina:
Íslandsmeistari / gull í 800 m hlaupi
Íslandsmeistari / gull í 4x200m boðhlaupi / stafettrenning
nr 2 silfur / silvur í hástökki / hæddarlopi
nr 3 bronze í 60 m hlaup / renning

Það vekur athygli þeirra sem til þekkja að Kristín Lív verður ekki 12 ára fyrr en 7. apríl næstkomandi.

Myndin hér fyrir ofan er tekin í Litlatré s.l. sumar. Jón Gils, Kristín Lív og Marina. Smellið á myndina.

Við sendum stúlkunni og foreldrunum innilegar hamingjuóskir um leið og við veltum fyrir okkur hvert barnið sæki hæfileikana sem að sjálfsögðu eru íslenskir að hluta. 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.