Efnilegur hlaupari

Það er nú þannig með fjölskylduna að þegar kemur að íþróttum og umræðum um þær, þá drögum við okkur oftast í hlé eða reynum að breyta umræðuefninu. Nú aftur á móti gerast þau undur með eitt barnabarn okkar „gamla settsins“, – eins og yngri kynslóðirnar kalla okkur þegar haldið er að við heyrum ekki til – að stúlkukornið, Kristín Lív Jónsdóttir, sem er hálf íslensk og hálf færeysk, hleypur flesta af sér sem hún keppir við.

Lesa áfram„Efnilegur hlaupari“