Góðir dagar í Glasgow og Edinborg III

Það er sérstök stemning í Prince Square. Maður gengur þangað inn af Buchanan – street um mjóan gang. Inn af honum tekur við óvenjulegur markaður (mall) og veitingahús. Byggingin, afar falleg, er á þrem hæðum og byggð í hring umhverfis allstórt torg, mosaik lagt, sem er á neðsta hæðinni. Veitingahús og verslanir á hverri hæð á svölum umhverfis opna svæðið. Glerþak yfir. Það eru stigar niður af götuhæðinni þangað sem torgið er og upp af götuhæðinni til þriðju hæðarinnar. Einnig lyfta klædd gleri.

Lesa áfram„Góðir dagar í Glasgow og Edinborg III“