60 krónur á þúsund-kallinn

Það er ávinningurinn af vaskbreytingunni. Ætli það breyti miklu fyrir fólk? Hvernig umgangast Íslendingar 60 krónur? Stundum þegar ég sá ungar mæður keyra tvær kúffullar innkaupakerrur að kassa í Bónus þá rifjaði ég upp tilveru okkar Ástu minnar fyrir mörgum árum síðan. Við vorum átta í heimili. Átta til tíu innkaupapokar í viku. Dagvinnulaunin mín fóru alfarið í húsaleigu. Við keyptum mat fyrir yfirvinnulaunin. Stundum var engin yfirvinna.

Lesa áfram„60 krónur á þúsund-kallinn“