BMW Z3, blæjubíll

Þessum var laumað að mér í gær:

Heldri maður í bænum Banbury á Englandi, ók nýkeyptum flunkunýjum BMW Z3 blæjubíl út af bílasölu. Þegar hann kom á hraðbrautina gaf hann dálítið í og lét bílinn þjóta á 150 km. hraða. Hann naut þess að finna vindinn blása um það litla hár sem enn var á höfði hans.

„Stórkostlegt,“ hugsaði hann þegar hann kom inn á M40 og naut þess að gefa enn betur í. Þegar hann leit í bakspegilinn sá hann lögreglubíl koma á eftir sér með blikkandi blá ljós og sírenur veinandi. „Ég slepp frá honum – ekkert vandamál,“ hugsaði sá gamli og jók hraðann í 170, síðan í 190 og loks náði hann liðlega 200 km. á klukkustund.

Þá laust hugsun niður í kollinn á honum: „Hvað í ósköpunum er ég að gera? Ég er allt of gamall fyrir svona fíflaskap.“ Hann hægði ferðina, ók út á vegkantinn, stöðvaði bílinn og beið eftir lögregluþjóninum. Lögreglumaðurinn stöðvaði aftan við BMW-inn og gekk fram með honum bílstjóramegin, leit á úrið sitt og sagði: „Herra, vaktin mín endar eftir 10 mínútur. Í dag er föstudagur og ég á fríhelgi. Ef þú getur gefið mér ástæðu, sem ég hef ekki heyrt áður, fyrir því hversvegna þú ekur eins og vitleysingur, skal ég sleppa þér.“

Maðurinn leit mjög alvarlegur á lögregluþjóninn og sagði: „Fyrir árið síðan stakk konan mín af með lögreglumanni. Ég hélt að þú værir að skila henni.“

„Eigðu góðan dag, herra,“ sagði lögreglumaðurinn og fór sína leið.

2 svör við “BMW Z3, blæjubíll”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.