Konan, barnið og læknirinn

Þessum var laumað að mér í gær:

Kona nokkur kom með kornabarn til læknis í skoðun. Það var drengur. Læknirinn skoðaði drenginn og sagði síðan:
„Hann er nokkuð léttur, greyið litla, fær hann pela eða er hann á brjósti?
„Brjósti,“ sagði konan.
„Láttu mig sjá brjóstin,“ sagði læknirinn.
Konan klæddi sig úr að ofan og læknirinn tók að skoða brjóstin á henni, strauk þau og þuklaði góða stund og sagði svo:
„Það er engin mjólk í brjóstunum á þér.“
„Ég veit,“ sagði konan, „ég er amma hans, en mikið er ég glöð að ég skyldi koma.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.