Konan, barnið og læknirinn

Þessum var laumað að mér í gær:

Kona nokkur kom með kornabarn til læknis í skoðun. Það var drengur. Læknirinn skoðaði drenginn og sagði síðan:
„Hann er nokkuð léttur, greyið litla, fær hann pela eða er hann á brjósti?
„Brjósti,“ sagði konan.
„Láttu mig sjá brjóstin,“ sagði læknirinn.
Konan klæddi sig úr að ofan og læknirinn tók að skoða brjóstin á henni, strauk þau og þuklaði góða stund og sagði svo:
„Það er engin mjólk í brjóstunum á þér.“
„Ég veit,“ sagði konan, „ég er amma hans, en mikið er ég glöð að ég skyldi koma.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.