Gleðilegt ár 2007

Var að koma inn af svölunum. Datt í hug að kasta á ykkur kveðju. Óska gleðilegs árs og þakka fyrir heimsóknir á heimasíðuna á liðna árinu. Mér þótti ákaflega vænt um sérhverja þeirra. Finnst þó að fleiri hefðu mátt senda athugasemdir og blanda sér í umræðuna. Athugasemdirnar eru eins og hlýlegt handtak. Svo vinalegar.

Það var feikna fjör í hverfinu. Allir virtust eiga mörg ljós.

Hávaðinn var samt óvenjumikill. Týri minn hefði orðið hræddur. Blessað dýrið. Kolsvartur, fjörutíu kíló og kjarklítill á gamlaárskvöld. Elsku vinurinn ljúfi.

En nú fer ég og sest hjá Ástu og Gunný og hlusta á Frostrósir.
Óska ykkur alls hins besta á nýju ári.
Gangi ykkur allt í haginn.

Kveðjur frá mæðgunum og mér að sjálfsögðu.
Óli

4 svör við “Gleðilegt ár 2007”

  1. Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilegar hugleiðingar. Datt inn á þessa síðu á síðasta ári og kíki núna reglulega, það er svo gott að hugsa.

  2. Gleðilegt ár, og takk fyrir notaleg skrif. Hingað er gott að koma með kaffibollann sinn

    kv. Birna

  3. Gleðilegt ár innilegt þakklæti fyrir liðin ár og fyrir síðuna,kveðjur til Ástu og Gunný. Arnbjörn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.