Hún á afmæli

Litla stúlkan hans pabba síns á afmæli í dag. Gunnbjörg. Fyrir fjörutíu árum kom hún í heiminn. Eins og ljós. Hjalandi og malandi. Tók að syngja þegar á þriðja degi. Hefur sungið stöðugt síðan. Og glatt fólk og yljað því.

Þegar pabbi hennar kom heim úr vinnu á kvöldin tók hún að iða og hjala og þá lögðust þau feðginin í babl, tímunum saman. Þegar pabbinn lærði að biðja í flæðandi bænaranda bað hún með honum. Sex mánaða gömul. Og síðar söng hún með honum trúartextana hans. Árum saman. Í leik og í starfi. Og mamman segir að söngur kvenbarnsins á síðkvöldum, hvar hún söng við gítarinn sinn árum saman, sé hin ljúfasta minning á góðum stundum og öðrum. Og við óskum henni innilega til hamingju með afmælið og óskum henni alls hins besta í námi og starfi.

Fimm ára

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.