Um áramót

Bestu óskir um gleðilegt ár eru færðar öllum þeim sem heimsækja þessa heimasíðu. Þá er og við hæfi að þakka fyrir liðið ár. Vona að það hafi verið flestum fremur ljúflegt og að þetta nýja ár verði það einnig. Vissulega er það þannig að fólk reynir að gera sér glaðan dag yfir jól og áramót. Ekki tekst þó öllum að ýta hugarangri og kvíða frá döprum hjörtum sínum. Þannig er nú lífið einu sinni. Gildir það bæði um hreysi og höll.

Lesa áfram„Um áramót“