„„Það eru engir diskar,“ sagði Anselmo. „Notið ykkar eigin hnífa.“ Stúlkan hafði reist fjóra gaffla upp við járnfatið, tindana niður. Þeir átu allir úr fatinu, þöglir, eins og Spánverja er siður. Það var kanína elduð með lauk og grænni papriku og það voru kjúklingabaunir í rauðvínssósunni. Þetta var vel eldað, kanínukjötið laust á beinunum og sósan var lostæti.“