Í bók eftir Sartre sem ég las fyrir tugum ára, hún heitir sennilega „Teningunum kastað“ í íslenskri þýðingu, minnir mig að þemað hafi verið nokkurn veginn þannig að þeir sem elska komist af. Stríðsmaður leitaði óvina í húsi, herbergi eftir herbergi, vopnaður og reiðubúinn að fella sérhvern mann. Í einu herberginu ákváðu karl og kona að elskast á ógnvekjandi stund endalokanna. Þegar stríðsmaðurinn geystist um húsið og kom að herbergi þeirra og leit inn og sá hvað um var að vera, gekk hann framhjá.