Rigning um land allt

Algeng veðurspá hljóðar þannig. Og ef spáð er blíðu um allt land og fólk hvatt til að fara léttklætt í ferð, þá rignir samt. Gjarnan. Við ákváðum að fara alla leið niður í Grasgarð síðastliðinn sunnudag. Langt síðan við komum þar. Úrkomulaust þegar við fórum af stað. „Er ekki vissara að hafa frakka með?” spurði karlinn. „Það á ekki að rigna, samkvæmt spá,” sagði konan. „Spá er nú bara spá,” sagði karlinn og þau fóru léttklædd af stað.

Lesa áfram„Rigning um land allt“