Þingmaður, gættu þín

Í gærkvöldi horfði ég á Kastljós. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fór mikinn og talaði um fólkið í landinu eins og það standi hjarta hans næst. Upp í hugann kom sterkur áróður hans fyrir fáeinum misserum fyrir því að bankarnir tæku yfir Íbúðalánasjóð, það væri það sem kæmi fólkinu í landinu best, sem og það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum.

Nú þakkar almenningur af heilum hug og jafnvel Guði fyrir að tillögur þessa fulltrúa sjálfstæðismanna náði ekki fram nema að litlu leyti. Það hefur sýnt sig að verstu viðskiptin með íbúðir voru þau sem bankarnir önnuðust.

Í rimmunni á Alþingi í dag um kjör nýs þingforseta hrópaði þessi sami fulltrúi sjálfstæðismanna með andköfum yfir framkomu þingsins að dirfast að haga sér eins og þeir sem valdið hafa. Ég verð nú að segja að það hryggir mig mjög að sjá skerandi sársauka sjálfstæðismanna yfir valdamissinum. Hafði alltaf treyst á að stærð þeirra væri örlítið meiri.

Vonandi gæta þeir sín á að orðræða þeirra verði ekki svo súr af galli að þeir fæli frá flokknum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.