Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni

Töfrar. Það er ekki einfalt að lýsa áhrifunum sem landslag kallar fram í hjarta manns þegar fegurst er á okkar blessaða landi. Töfrar. Líklega er það heppilegasta orðið til að segja frá og tjá. Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni. Yndislegur lengsti dagur ársins. Ég deili með ykkur fjórum brotum: Smellið á myndirnar og sjáið stærri gerðina

„Og Guð í sjálfum þér.“ Þröstur syngur í hríslu. Glaður og bjartsýnn. Þau eru að hefja aðra umferð. Hann og hún. Þeirri fyrstu er lokið.

Sumir bændur búa við fegurri bakgrunn í amstri dægranna en aðrir.

Ég greip þessi sjónarhorn með. Þau glöddu mig og það er svo ánægjulegt að deila gleðinni með öðrum.

Hrossahópur á beit í Andakíl.

Eitt andsvar við „Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni“

  1. Ég skil þessa gleðitilfinningu vel. Hef svo endalaust oft staðið orðlaus yfir fegurð íslenskrar náttúru. Tek undir að upplifunin er töfrar.
    Kv Erling

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.