Töfrar. Það er ekki einfalt að lýsa áhrifunum sem landslag kallar fram í hjarta manns þegar fegurst er á okkar blessaða landi. Töfrar. Líklega er það heppilegasta orðið til að segja frá og tjá. Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni. Yndislegur lengsti dagur ársins. Ég deili með ykkur fjórum brotum: Smellið á myndirnar og sjáið stærri gerðina
„Og Guð í sjálfum þér.“ Þröstur syngur í hríslu. Glaður og bjartsýnn. Þau eru að hefja aðra umferð. Hann og hún. Þeirri fyrstu er lokið.
Sumir bændur búa við fegurri bakgrunn í amstri dægranna en aðrir.
Ég greip þessi sjónarhorn með. Þau glöddu mig og það er svo ánægjulegt að deila gleðinni með öðrum.
Hrossahópur á beit í Andakíl.
Ég skil þessa gleðitilfinningu vel. Hef svo endalaust oft staðið orðlaus yfir fegurð íslenskrar náttúru. Tek undir að upplifunin er töfrar.
Kv Erling