Byggingastaðlar ritninganna

Páll talar skýrt og tæpitungulaust um byggingarefni í bréfi sínu til Korintumanna. Hann segir: „En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm, þá mun koma í ljós hvernig verk hvers og eins er.“

Það er athyglisvert að sjá þessi efni flokkuð saman, gull, silfur og dýra steina annarsvegar, tré, hey og hálm hinsvegar. En svo er að sjá að ekkert þessara efna standist byggingastaðla ritninganna.

Bænhúsið á Núpsstað

Myndin er af Bænhúsinu á Núpsstað. Hún er tekin síðsumars 1996, snemma morguns. Það er heilög kyrrð á svæðinu. Súld í lofti og gróðurinn þakinn morgundögg. Bænhúsið er táknrænt dæmi um það hvað Guð kemst af með einfalt húsnæði.

Ritað er: „Eftir þeirri náð, sem Guð hefur veitt mér, hef ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll, er annar byggir ofan á. En sérhver athugi, hvernig hann byggir. Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.“ 1. Kor. 3:12.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.