Almenningsheill? Gildislaust skrum.

Ekki dettur nokkrum manni í hug að Björn Ingi sé einn á báti í þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið í þessum pólitísku sjónhverfingum sem staðið hafa yfir í vikunni. Nei, stjórnmál eru rekin af valdablokkum sem hafa safnað auði og valdi og hafa ekkert markmið annað en að auka vald sitt og auð.

Blokkirnar leika litlum peðum fram á taflborðinu, peðum, sem í hégóma sínum telja það vegsauka að þjóna blokkunum og skilja ekki að það er verið að fórna þeim. Ekki er annað að sjá en Vilhjálmur borgarstjóri hafi gert skyssur, – hvað bíður hans? Björn Ingi veit ekki enn hver örlög hans verða en staða hans lofar varla góðu. Svandís Svavarsdóttir mun lenda í miklum erfiðleikum með að ákveða í hvorn fótinn hún á stíga. Það verður fróðlegt að fylgjast með henni eftir að stóra orkuveitumálið hefur verið „róað niður.“

Það er dálítið táknrænt að sjá Björn Inga kjökrandi í faðmi Alfreðs Þorsteinssonar sem hefur um langt árabil komið upp kerfi á bak við tjöldin í Orkuveitunni sem hann mun berjast fyrir fram í rauðan dauðann og nota öll þau peð sem hann mögulega getur til að verja vígið.

Vonandi kemst Alfreð ekki upp með að pína nýjan meirihluta í borgarstjórn í gegnum Björn Inga, eins og hann gerði á tímum R-listans.

Almannaheill? Það er orð sem hefur enga sanna merkingu í munni stjórnmálamanna. Það er skrum. Merkingarlaust skrum. Mörg okkar hafa hlustað á stjórnmálamenn margtyggja það í málflutningi sínum en sárasjaldan í gerðum.

Eitt andsvar við „Almenningsheill? Gildislaust skrum.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.