Höfðum gert okkur vonir um að það stytti upp. Ekki er útlit fyrir að sú von rætist. Sóttum því regngallana niður í kompu og settum í farangurinn. Við áætlum að fara í sveitina eftir vinnu í dag til að gróðursetja 40 birkihríslur sem við pöntuðum í vor hjá Árna á Þorgautsstöðum. Höfum ágæta reynslu af haustgróðursetningum, eins og nefnt var hér, nema veðurþættinum.