Haustlitir og nýgróður

Liðin helgi, þrátt fyrir norðaustan þræsing, lét í té af örlæti margskonar glaðning bæði fyrir auga og hjarta. Auðvitað nemum við lífið meira og minna með augunum og í gegnum þau þreifar sálin á umhverfinu, tré, runnum og fólki. Og þar sem við gerðum haustlitum helgarinnar svolítil skil í pistli í gær þá er ekki nema sanngjarnt að ræða oturlítið um nýgróður í dag.

Lesa áfram„Haustlitir og nýgróður“

Eins og konur hnoða deig

Þetta varð innihelgi. Hún átti samt ekki að verða það. En norðan þræsingurinn var stífur. Tólf til sextán norðaustan. Hitinn plús fimm. Þá er gott að hafa góðar bækur. Ásta las Jón Kalman, sjálfur er ég svo heppin að eiga The Norton Anthology of Amerikan Literature. Hún er gersemi. Lýkur aldrei. Enda nítján hundruð fimmtíu og fimm blaðsíður.

Lesa áfram„Eins og konur hnoða deig“

Alsheimer

A: Fórstu á Alsheimerráðstefnuna í gær?
B: Nei, heyrðu. Ég hef steingleymt því.

Stefán grætur

Andlit hans tjáir angist. Djúpa og örvæntingarfulla. Ósjálfrátt hljóðnar maður. Ósjálfrátt reynir maður að sjá inn fyrir andlitsdrættina. Reynir að gera sér í hugarlund hvort Stefán er meðvitaður um fjötrana, fötlunina, sem halda honum föstum. Í heljargreipum. Hvort gráturinn er skerandi hróp á hjálp til að losna úr fjötrunum. Eða ósjálfráður vöðvasamdráttur. Hvað getur einn fávís áhorfandi vitað um rætur angistar Stefáns?

Lesa áfram„Stefán grætur“