Dregin af líkum er sú dagsetning að Bólu Hjálmar hafi fæðst 29. september 1796. Hann var farmúrskarandi hagyrðingur og fjölmargt fleira.
Guðbjörg Guðjónsdóttir. Minning.
Fáein fátækleg kveðjuorð.
Það er ekki margt fólk eftir af þeim kjarna hvítasunnumanna sem var í kjölfestu hreyfingarinnar á miðri síðustu öld. Þeim fækkar þessi árin og kjölfestan léttist stöðugt. En kynslóðir koma og kynslóðir fara og víst er það saga mannanna á þessari jörð, þar sem þeir eru aðeins gestir og útlendingar um skamma stund.
Tvö sjónarhorn
Þessum var gaukað að mér fyrr í dag
Djúpar lægðir og sálarlíf manna
Þetta var eldri maður, tæplega meðalmaður á hæð, tággrannur. Hann bjó við þau heilsufarslegu kjör að lægðakerfi veðurfarsins fóru yfirleitt í gegnum hann. Það er að segja, bæði líkama og sál. Hann varð veikur þegar þær gengu yfir.
Glöggur á fólk og fé?
Hún var svo elskuleg að spyrja, hún Hrönn mín kær, hvernig hefði verið í réttunum. Hún vissi að ég hef farið í réttir síðustu árin og ætlaði einnig núna. Ég mátti til með að segja henni svolítið frá því og sendi henni eftirfarandi tölvupóst:
Af svölum á sjöundu hæð
Fyrir fimm árum, þá var húsið nýtt og yst í byggðinni. Móar og ósnert jörð eins og augað eygði af svölunum. Nú hafa þeir byggt eins og augað dregur. Það þýðir að útsýnið er harla ólíkt því sem það var þegar við fluttum inn og margt að sjá af svölunum á sjöundu hæð.
Haustlitir og nýgróður
Liðin helgi, þrátt fyrir norðaustan þræsing, lét í té af örlæti margskonar glaðning bæði fyrir auga og hjarta. Auðvitað nemum við lífið meira og minna með augunum og í gegnum þau þreifar sálin á umhverfinu, tré, runnum og fólki. Og þar sem við gerðum haustlitum helgarinnar svolítil skil í pistli í gær þá er ekki nema sanngjarnt að ræða oturlítið um nýgróður í dag.
Eins og konur hnoða deig
Þetta varð innihelgi. Hún átti samt ekki að verða það. En norðan þræsingurinn var stífur. Tólf til sextán norðaustan. Hitinn plús fimm. Þá er gott að hafa góðar bækur. Ásta las Jón Kalman, sjálfur er ég svo heppin að eiga The Norton Anthology of Amerikan Literature. Hún er gersemi. Lýkur aldrei. Enda nítján hundruð fimmtíu og fimm blaðsíður.
Alsheimer
A: Fórstu á Alsheimerráðstefnuna í gær?
B: Nei, heyrðu. Ég hef steingleymt því.
Stefán grætur
Andlit hans tjáir angist. Djúpa og örvæntingarfulla. Ósjálfrátt hljóðnar maður. Ósjálfrátt reynir maður að sjá inn fyrir andlitsdrættina. Reynir að gera sér í hugarlund hvort Stefán er meðvitaður um fjötrana, fötlunina, sem halda honum föstum. Í heljargreipum. Hvort gráturinn er skerandi hróp á hjálp til að losna úr fjötrunum. Eða ósjálfráður vöðvasamdráttur. Hvað getur einn fávís áhorfandi vitað um rætur angistar Stefáns?