Félagslegt konfekt

Tvennar réttir voru í Hvítársíðu á laugardaginn var. Fljótstunguréttir og Nesmelsréttir. Fólk flykkist að í alvöruréttir. Þannig er í kringum Fljótstunguréttir. Umferð á vegunum margfaldast. Svo eru minniháttarréttir. Nesmelsréttir teljast til þeirra. Þær eru einskonar innansveitarkrónika.

Lesa áfram„Félagslegt konfekt“

Foldarskart

Við sátum inni, það rigndi úti, og horfðum á vindinn bæra laufin á litlu hríslunum okkar. Svo lygndi. Þá komu gestir úr loftinu og settust á bekkinn úti á pallinum. Við höfðum ekki séð þá fyrr. Þetta voru smávinir. Foldarskart, eins og Jónas orðaði það. Þeir voru tveir. Kyrrir og prúðir í fasi og litust um. Við sátum hljóð.

Lesa áfram„Foldarskart“