Stefán grætur

Andlit hans tjáir angist. Djúpa og örvæntingarfulla. Ósjálfrátt hljóðnar maður. Ósjálfrátt reynir maður að sjá inn fyrir andlitsdrættina. Reynir að gera sér í hugarlund hvort Stefán er meðvitaður um fjötrana, fötlunina, sem halda honum föstum. Í heljargreipum. Hvort gráturinn er skerandi hróp á hjálp til að losna úr fjötrunum. Eða ósjálfráður vöðvasamdráttur. Hvað getur einn fávís áhorfandi vitað um rætur angistar Stefáns?

Lesa áfram„Stefán grætur“