Haustkvöld

Gunnbjörg kom frá Edinborg í gær. Hún fór þaðan í blíðskaparveðri eftir ánægjulega viku í heimsókn hjá vinum sínum frá háskólaárunum þar. Lenti á Íslandi í suðvestan stormi og beljandi rigningu í hviðum. Sagði í bílnum hjá mér: „Ég er svo sem komin heim.“ Svo ókum við eins og leið liggur inneftir, eins og sagt er á suðurnesjum.

Lesa áfram„Haustkvöld“

Biblíuþýðingin og þrasið

Það fer ekki framhjá neinum á þessum dögum að menn bregðast á ýmsa vegu við nýju biblíuþýðingunni. Er það væntanlega fastur liður í hvert sinn sem ný þýðing hennar kemur fram. Margt af því sem neikvætt er sagt um biblíuþýðinguna virðist fremur af rótum stærilætis en ígrundun og hógværðar, sem ætti þó að vera aðal allrar umræðu um þessa háheilögu texta.

Lesa áfram„Biblíuþýðingin og þrasið“

Biblían er blessuð bók

Sjaldan hef ég séð fallegri bók og betur unna. Augljóst er að útgefandinn hefur lagt metnað í að gera hana sem best úr garði. Það er mjög ánægjulegt að meðhöndla hana og lesa. Hún er viðmótshlý og elskuleg. Allt við útlit og smekkvísi er til fyrirmyndar. JPV útgáfa á hrós og heiður skilin fyrir framúrskarandi vandvirkni.

Lesa áfram„Biblían er blessuð bók“

Hjartavörður, kaldur eða heitur?

Horfði á þátt Egils, Kiljuna, á netinu í dag. Er of kvöldsvæfur fyrir þætti eftir klukkan tíu á kvöldin. Þátturinn var góður. Þar er af ýmsu að taka. Kolbrún sagði að Doris Lessing ætti Nóbelsverðlaunin skilið en hefði ábyggilega ekkert við alla peningana að gera. Það er vitaskuld aukaatriði. Kolbrún endurlas Grasið syngur, síðustu daga, og hreifst að nýju.

Lesa áfram„Hjartavörður, kaldur eða heitur?“

Um kerlingabækur

Það hefur vakið athygli mína hvað fáir vitar hafa tjáð sig um Doris Lessing og Nóbelsverðlaunin sem hún hlaut í liðinni viku. Kannski hefur verið svona gaman að velta sér upp úr stjórnmálum borgarinnar að allt annað hafi gleymst. Eða finnst íslenskum vitum kannski svona lítið til hennar koma? Heyrði þau útvöldu í þætti Egils, Kiljunni, aldrei nefna nafnið hennar sem möguleika.

Lesa áfram„Um kerlingabækur“

Fossinn sem kitlar klappirnar

Fjórar myndir frá heimferð í helgarlok

Eins og fram kemur í síðasta pistli þá var liðin helgi mörgum öðrum helgum fremri, hvað varðar þau ótal atriði sem þarf til til að gleðja sál og anda í einföldum hjörtum. En heimferðin varð ekki síðri en dagarnir í Borgarfirði. Við ákváðum að breyta út af venju og aka Dragann og Hvalfjörð á þessum ljúfa haustdegi.

Lesa áfram„Fossinn sem kitlar klappirnar“