Fjórar myndir frá heimferð í helgarlok
Eins og fram kemur í síðasta pistli þá var liðin helgi mörgum öðrum helgum fremri, hvað varðar þau ótal atriði sem þarf til til að gleðja sál og anda í einföldum hjörtum. En heimferðin varð ekki síðri en dagarnir í Borgarfirði. Við ákváðum að breyta út af venju og aka Dragann og Hvalfjörð á þessum ljúfa haustdegi.