Það fer ekki framhjá neinum á þessum dögum að menn bregðast á ýmsa vegu við nýju biblíuþýðingunni. Er það væntanlega fastur liður í hvert sinn sem ný þýðing hennar kemur fram. Margt af því sem neikvætt er sagt um biblíuþýðinguna virðist fremur af rótum stærilætis en ígrundun og hógværðar, sem ætti þó að vera aðal allrar umræðu um þessa háheilögu texta.