Dregin af líkum er sú dagsetning að Bólu Hjálmar hafi fæðst 29. september 1796. Hann var farmúrskarandi hagyrðingur og fjölmargt fleira.
Mannslát
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Eg kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.
Minn dagur einnig.
en skemmtilegt, sama dag og sonur minn.
Bólu-Hjálmar er í uppáhaldi hjá mér, sérstaklega vegna þess hvað hann átti gott með að koma önuglyndi sínu vel til skila í bundnu máli.
Framúrskarandi og hnyttinn ef svo bar undir. Karlinn hefur lengi verið í uppáhaldi, en hafði ég þó ekki hugmynd um afmælisdaginn.